Boxið sjálft er gert úr bambus sem er náttúrlegt og lífrænt efni, endurvinnanlegt, niðurbrjótanlegt og ræktað án þess að nota skordýraeitur. Auðvelt er að þrífa bambusinn og hann dregur ekki í sig hita. Lokin eru úr sílikoni og laus við plast, BPA, PVC, blý og þalöt. Ýtið öllum hornum niður til að tryggja að lokið festist á og geymist upprétt. Athugið að ekki er mælt með að geyma vökva í boxunum.
UMMÁL: Breidd: 9 cm x Hæð: 4 cm
HVERNIG ER BEST AÐ HUGSA UM VÖRUNABest er að þvo boxin í volgu sápuvatni og skola vandlega. Bambus má ekki fara í örbylgjuofn, ofn, uppþvottavél eða frysti - þannig styttist endingartími hans. Gott er að þvo boxin fyrir fyrstu notkun.Til að viðhalda bambus og halda honum fallegum er gott að taka klípu af kókosolíu í pappír eða klút og strjúka yfir á 3ja mánaða fresti.