Leita
Filters

Skilmálar

Vöruskil

Veittur er 14 daga skilafrestur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kvittun sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta í formi kóða sem notaður er á síðunni og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara
Sé varan gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir.

Útsöluvara
Ekki er hægt að skila útsöluvöru en það er hægt að skipta yfir í aðra útsöluvöru. 
Allir skráðir viðskiptavinir fá 10% afslátt af fyrstu kaupum. Athugið að þessi afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum.

Verð
Öll verð eru með 24% inniföldum en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrirvari 
Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Simsalabim áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.