Bambus skál með sogi ásamt skeið
Framboð: Please select required attribute(s)
Bambus skál með sílikon soghring til að tryggja að skálin haldist vel á barnastólnum eða borðinu. Þú ýtir einfaldlega skálinni niður og loftið sogast úr hringnum og festist þannig við yfirborðið.
Soghringurinn kemur í nokkrum litum og þegar barnið eldist þá er hægt að taka hringinn af og sleppa þannig soginu. Hringurinn á að festast á öll slétt yfirborð, ef þú ert í vandræðum mælum við með því að þurrka yfirborðið og hringinn og reyna aftur.
Frábær skál alveg frá byrjun þegar litlu krílin fá að smakka mat.
Skeiðin er létt og hönnuð til að henta vel sem fyrsta skeið barnsins. Skaftið er úr bambus en skeiðin sjálf er úr mjúku sílikoni til að vernda góm barnsins. Athugið að hægt er að taka sílikon hlutann af til að auðvelda við þrif.
Bambus er náttúrlegt og lífrænt efni sem er endurvinnanlegt, niðurbrjótanlegt og ræktað án þess að nota skordýraeitur. Auðvelt er að þrífa bambusinn og hann dregur ekki í sig hita.
Laust við plast, BPA, PVC, blý og þalöt.
UMMÁL: Innanverð skálin er 10 cm og tekur 300 ml. Skeiðin er 14.3 cm
HVERNIG ER BEST AÐ HUGSA UM VÖRUNA
Best er að þvo skálina í volgu sápuvatni og skola vandlega. Bambus má ekki fara í örbylgjuofn, ofn, uppþvottavél eða frysti - þannig styttist endingartími hans. Gott er að þvo bæði skálina og skeiðina fyrir fyrstu notkun.
Til að viðhalda bambus og halda honum fallegum er gott að taka klípu af kókosolíu í pappír eða klút og strjúka yfir einu sinni í mánuði. Best er að taka sílikon hringinn af þegar þetta er gert.